Skíðaferð í Hlíðarfjall

Í dag var farið á skíði í Hlíðarfjall með fyrsta og annan bekk. Það voru 11 börn ásamt sex fullorðnum sem mættu og skemmtu sér mjög vel. Eftirvæntingin var mikil því börnin voru allflest að fara í fyrsta skipti í stólalyftuna. Ferðin gekk mjög vel og krakkarnir mjög ánægð. Stefnt er að annari ferð í Hlíðarfjall með þennan aldursflokk og verður það auglýst síðar á símsvara félagsins sem er 8781606.