03.01.2002
Kristinn Ingi Valsson sem er á fyrsta ári í skóla í Rjukan í Noregi hélt utan þann 2. janúar og fór beint til Oppdal þar sem hann mun taka þátt í tveimur svigmótum 4. og 5. jan. en eftir mótin þar eru tvö stórsvig í Þrándheimi. Björgvin Björgvinsson og Harpa Rut Heimisdóttir héldu utan í morgun. Björgvin fór til Frankfurt og heldur þaðan akandi til Munchen þar sem hann hittir félaga sína úr norska liðinu. Þaðan halda þeir til Krajnska Gora þar sem keppt verður í tveimur stórsvigum í e-cup mótaröðinni 7. og 8. janúar og þann 9. taka þeir svo þátt í einu risasvigsmóti. Harpa fór beint til Oppdal þar sem hún mun taka þátt í mótunum þar og hún mun einnig taka þátt í mótunum í Þrándheimi.