18.10.2011
Nú er rétti tíminn til þess að skipuleggja veturinn og eru hópar þegar farnir að panta gistingu í Brekkuseli í vetur, bæði um helgar og í miðri viku. Síðustu ár hefur það notið mikilla vinsælda að koma til Dalvíkur á skíði og gista í Brekkuseli sem stendur aðeins 15 metra frá skíðalyftunni. Skíðasvæðið er rétt ofan við Dalvík og það tekur aðeins 10 mínútur að ganga frá Brekkuseli í alla þjónustu á Dalvík. Ný og glæsileg íþróttamiðstöð var tekin í notkun í haust en hún tengist sundlauginni. Þeir sem hafa hugsað sér að koma á skíði til Dalvíkur og gista í Brekkuseli eru hvattir til þess að hafa samband sem fyrst og senda póst á skidalvik@skidalvik.is.