SKÍÐAKENNSLA FYRIR BYRJENDUR

Til stendur að bjóða foreldrum þeirra barna sem stunda æfingar á vegum skíðafélagsins upp á byrjendakennslu þeim að kostnaðar-lausu. Hugmyndin var að kennslan færi fram á þeim tíma sem krakkarnir væru í skólanum, þ.e. fyrir kl.14 á daginn. Þrátt fyrir snjóleysi nú væri gaman að heyra hverjir hefðu áhuga á að nýta sér þetta boð. Hægt verður að fá skíðabúnað leigðan á vægu verði. F.H Skíðafélags Dalvíkur Guðný Hansen þjálfari Gsm:6920606