07.04.2008
Í kvöld mánudaginn 7 apríl klukkan 20:00 verður skíðakvöld fyrir fullorðna og kostar 500 Kr. fyrir þá sem ekki eiga árskort.
Nú er um að gera að koma á skíði og nota síðustu dagana það er mjög gott færi og ættu allir sem geta að drífa sig á skíði. Lagðar verða bæði svig og stórsvigsbrautir fyrir þá sem vilja spreyta sig og kanna hvort að gömlu taktarnir séu enn til staðar. :o) Ekki skemmir þetta ótrúlega fallega útsýni sem við höfum.
Hlökkum til að sjá ykkur í kvöld .
Starfsmenn skíðasvæðisins.