Skíðalandsmót Íslands

Guðni Berg annar í stórsvigi 16-17ára
Guðni Berg annar í stórsvigi 16-17ára

Um sl belgi fór Skíðamót Íslands fram hér í böggvisstaðafjalli. Aðstæður voru eins og best var á kosið, sól, logn og brekkurnar harðar. Við áttum þrjá drengi sem kepptu á mótinu, en Andrea Björk gat ekki tekið þátt vegna meiðsla sem hún hlaut fyrr í mánuðinum.

Guðni Berg keppti í flokkki 16-17 ára og hafnaði í öðru sæti í stórsvigi, hann gat því miður ekki tekið þátt á sunnudeginum vegna skólaverkefnis erlendis. Guðni hafnaði einnig í öðru sæti í bikarkeppni SKÍ fyrir mót vetrarins.

Jökull Þorri og Axel Reyr drógu einnig fram fjalirnar og spreyttu sig að nýju. Jökull lenti í 22 sæti í stórsvigi, en Axel hlektist á í seinniferð í Sviginu.

Allir voru ánægðir með mótið, enda vel mannað í öllum stöðum. Vill mótanefnd koma á framfæri þökkum til starfsfólks enda væri þetta nær ómögulegt án þeirra.

 

 

Þáttöku héröð fengu tvo árspassa í Böggvisstaðafjall fyrir næstu vertíð.

Parketið var vel fægt eins og svo oft áður