Skíðalið Reykjavíkur við æfingar í Böggvisstaðafjalli.

Liðið hefur verið við æfingar hér síðan á miðvikudag í síðustu viku. Það er Gunnlaugur Magnússon sem var hér þjálfari fyrir tveimur árum sem er þjálfari liðsins og því öllum hnútum kunnugur hér. Liðið dvelur hér til morguns en í fyrstu var meiningin að fara heim eftir fyrirhugað bikarmót sem átti að fara fram í Hlíðarfjalli um helgina en því var aflýst. Gulli sagði í dag að dvölin hér hefði verið mjög góð og hann hefði verið með tvær æfingar að meðaltali á dag. Elsti flokkur Skíðafélags Dalvíkur hefur notið góðs að dvöl þeirra hér og hafa þau fengið að mæta á æfingar hjá liðinu síðan það kom því þjálfari Skíðafélagsins er forfallaður. Í næstu viku munu krakkarnir okkar sækja æfingar til Ólafsfjarðar þar sem Björgvin Hjörleifsson er þjálfari en þar æfðu þau áður en skíðaliðið kom til Dalvíkur. Skíðafélag Dalvíkur þakkar Skíðaliði Reykjavíkur fyrir aðstoðina og bjóðum þau velkominn til okkar á skíði þegar á þarf að halda. Einnig þökkum við Skíðafélagi Ólafsfjarðar fyrir þeirra aðstoð.