Skiðamaður og Skíðakona Íslands 2002

Þessa frétt er að finna á heimasíðu SKI Skíðamaður Íslands árið 2002 er Björgvin Björgvinsson. Skíðakona Íslands árið 2002 er Dagný Linda Kristjánsdóttir. Skíðasambandið óskar þeim innilega til hamingju með þessa útnefningu. Dagný Linda varð þrefaldur Íslandsmeistari á Skíðamóti Íslands á Dalvík og Ólafsfirði. Þá náði hún í sín fyrstu stig í Evrópubikar á árinu og varð no.31 í bruni í ÓL Salt Lake city. Dagný Linda er komin undir 200 á heimslista í þremur greinum: - Bruni no:153 - Risasvigi no:119 - Stórsvigi no:169 Dagný æfði með landsliði Liechtenstein síðastliðin vetur en í dag æfir hún með Evrópubikarliði Noregs og stefnir á heimsmeistaramótið í St.Moritz í febrúar 2003. Björgvin Björgvinsson varð íslandsmeistari í stórsvigi á Skíðamóti Íslands á Dalvík og Ólafsfirði. Hann náði í sín fyrstu stig í Evrópubikar síðasliðin vetur og er kominn undir 200 á heimslista í tveimur greinum: - Svigi no:185 - Stórsvig no:108 Björgvin æfði með Evrópubikarliði Noregs síðasliðin vetur. Hann æfir einnig með þeim í vetur og stefnir á heimsmeistaramótið í St.Moritz í febrúar 2003.