13.04.2007
Björgvin Björgvinsson varð áðan Íslandsmeistari í stórsvigi karla á Skíðamóti Íslands sem fram fer í Hlíðarfjalli. Sigur Björgvins var mjög öruggur en hann varð rúmum 4 sekúndum á undan Þorsteini Ingasyni sem varð annar.
Björgvin Björgvinsson Dalvík 00:59,57-01:00,70=02:00,27
Þorsteinn Ingason SKA 01:01,66-01:02,70=02:04,36
Stefán Jón Sigurgeirsson SKA 01:01,63-01:02,84=02:04,47
Kristinn Ingi Valsson Dalvík 01:01,95-01:02,58=02:04,53
Ágúst Freyr Dansson SKA 01:01,93-01:03,27=02:05,20
Árni Þorvaldsson Ármann 01:02,80-01:03,04=02:05,84
Pétur Stefánsson SKA 01:02,91-01:06,17=02:09,08
Steinn Sigurðsson Ármann 01:03,98-01:05,75=02:09,73
Gunnar Þór Halldórsson SKA 01:05,31-01:04,62=02:09,93
Víkingur Þór Björnsson Víking 01:04,99-01:05,79=02:10,78
Þá sigraði Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði í 5 km. skíðagöngu með frjálsri aðferð. Önnur varð Sólveg G. Guðmundsdóttir frá Ísafirði og í þriðja sæti varð Rannveig Jónsdóttir einnig frá Ísafirði.