Skíðamót Íslands

Í dag hefst keppni á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli. Vegna erfiðra aðstæðna var keppninni sem hefjast átti í gær frestað um einn dag. 8 keppendur frá Skíðafélagi Dalvíkur taka þátt í mótinu og keppa þeir allir í karlaflokki. Í dag er keppt í svigi. Bein útsending er á sjónvarpsstöðinni N4.