Skíðamót Íslands 2006.

Skíðamót Íslands fer fram dagana 23 til 26 mars 2006 á Ólafsfirði og Dalvík. Einhverjum kann að finnast þessar dagsetningar í fyrri kantinum en reynsla okkar á að halda stór skíðamót mikið seinna er ekki sérlega góð. Bendum við á að árið 2002 héldum við skíðamót Íslands dagana 4 til 7 apríl við frekar erfiðar aðstæður. Alpagreinarnar fóru allar fram á Dalvík vegna þess að mjög snjólétt var orðið á Ólafsfirði og ekki keppnisfært. Norrænugreinarnar fóru fram á Ólafsfirði og þurfti að keyra snjó í brautirnar með ærnum kostnaði til þess að gangan gæti farið fram. Með þessum dagsetningum viljum við freista þess að Skíðamót Íslands geti farið fram við betri aðstæður en undanfarin ár og að hægt verði að keppa í báðum greinum á stöðunum tveimur. Ljóst er að snjókerfið sem unnið er við að setja upp á skíðasvæðinu á Dalvík mun hjálpa okkur að hafa nægan snjó í brekkunum þar, en stefna okkar er að sjálfsögðu að keppa á báðum stöðunum eins og áður sagði. Undirbúningur mótsins er hafinn og unnið er að því þessa dagan að fá aðalstyrktaraðila mótsins. Við komum til með að senda frá okkur upplýsingar um fyrirkomulag mótsins jafn óðum og það er ákveðið. Heimasíður félaganna verða notaðar en einnig stefnum við að því að vera með sérstaka heimasíðu fyrir mótið eins og árið 2002 en hana má skoða ef farið er inn á æfingar og mót hér til vinstri. Skipuð hefur verið mótsstjórn en hana skipa eftirtaldir: Óskar Óskarsson mótsstjóri, Jón Konráðsson, Bjarni Valdimarsson, Björn Þór Ólafsson, Elsa Benjamínsdóttir, Brynjólfur Sveinsson, Guðbjörn Gíslason, Jóhann Bjarnason og Haraldur Gunnlaugsson. Hér fyrir neðan eru fyrstu drög að dagskrá mótsins. Fimmtudagur 23.mars. Kl. 17:00 Sprettganga Kl. 20:00 Mótssetning. Föstudagur 24. mars. Kl. 09:00 Stórsvig kvenna Kl. 09:45 Stórsvig karla Kl. 11:15 Stórsvig kvenna Kl. 12:00 Stórsvig karla Kl. 14:00 Ganga frjálfs aðferð. Karlar 15 km. Piltar 17-19 ára 10 km og konur 5 km. Laugardagur 25.mars. Kl. 09:00 Svig karla Kl. 10:00 Svig kvenna Kl. 11:30 Svig karla Kl. 12:15 Svig kvenna Kl. 14:00 Ganga hefðbundin aðferð. Karlar 15 km. Piltar 17-19 ára 10 km og konur 5 km. Kl. 20:00 Verðlaunaafhending og hóf Sunnudagur 26.mars Kl. 09:00 Risasvig eða samhliðasvig Kl. 11:00 Boðganga Verðlaunaafhending fyrir keppni á sunndegi, strax að keppnum loknum. Mótshaldarar áskilja sér rétt til breytinga á dgaskrá.