Skíðamót Íslands 2006

Skíðafélag Dalvíkur og Skíðafélag Ólafsfjarðar bjóða til Skíðamóts Íslands sem haldið verður á stöðunum dagana 23. til 26. mars nk. Fyrirhugað er að mótið verði bæði á Dalvík og Ólafsfirði, þó ekki sé skipt niður greinum að svo stöddu. Vonumst við eftir ánægjulegu móti og að sem flestir sjái sér fært að mæta. Skráningar í mótið þurfa að berast á netfangið skidalvik@skidalvik.is fyrir laugardaginn 4. mars nk. vegna lokaundirbúnings og prentunnar á leikskrá. Varðandi meldingar í göngu eruð þið beðin að senda cc á jonkonn@simnet.is Það er von okkar að allir sjái sér fært að melda á mótið fyrir þennan tíma því ef meldingar berast síðar komast þær ekki í leikskránna. Upplýsingar um gistimöguleika, veitingastaði og samgönur er að finna á heimasíðum bæjanna sem eru www.dalvik.is og www.olafsfjordur.is. undir ferðaþjónusta. Einnig er möguleiki að fá gistingu í skíðaskálanum Tindaöxl, upplýsingar um það er hægt að fá í síma 8677975 og í skíðaskálanum Brekkuseli en þar gefur Snæþór upplýsingar í síma 4661005. Sé óskað nánari upplýsinga er hægt að hafa samband við eftirtalda aðila í mósstjórn. Óskar Óskarsson: skario@sinnet.is K. Haraldur Gunnlaugsson: haraldurg@rammi.is Guðbjörn Gíslason: hsgg@simnet.is Jón Konnráðsson: jonkonn@simnet.is Með skíðakveðjum! Skíðafélag Dalvíkur Skíðafélag Ólafsfjarðar