25.05.2009
Skíðaþing fór fram um hegina í Hengli sem er nýr og glæsilegur skáli Víkings og ÍR í Bláfjöllum. Skíðafélag Dalvíkur óskar þeim til hamingju með nýja skálann. Þingið var gott og ekki vantaði veitingarnar sem þingfulltrúar nutu og þökkum kærlega fyrir okkur.
Á þinginu var Skíðamóti Íslands 2010 úthlutað og verður það haldið á Dalvík og á Ólafsfirði en eins og mörg undanfarin ár hafa Skíðafélag Dalvíkur og Skíðafélag Ólafsfjarðar sameinast um mótahald stærri móta.
Unglingameistaramótið verður í Bláfjöllum haldið af Skíðaráði Reykjavíkur.