Skíðamót Íslands í alpagreinum í Böggvisstaðafjalli.

Helgina 6-7.apríl nk mun Skíðamót Íslands í alpagreinum verða haldið í Böggvisstaðafjalli. Mótið átti að fara fram á Ísafirði, en vegna aðstæðna var mótið fært til Dalvíkur. Aðstæður í Böggvisstaðafjalli eru hinar bestu og vonumst við til að svo verði áfram. Reiknað er með milli 50 og 60 keppendum, en mótið er einnig alþjóðlegt FIS mót og því er einnig von á erlendum keppendum. Næstu dagar fara í það að skipuleggja framkvæmd mótsins, en við venjulegar aðstæður er slíkt mót skipulagt til þaula á nokkrum mánuðum. Því munu við þurfa að láta hendur standa fram úr ermum svo að allt gangi upp.  Efst í hægra horni síðunnar er að finna flipa, þar sem upplýsingar um mótið verða uppfærðar á næstu dögum.