21.01.2002
Undirbúningur fyrir Skíðamót Íslands,sem einnig er alþjóðlegt mót,haldið á Dalvík og Ólafsfirði hefur gengið mjög vel og er verið að leggja lokahönd á samninga við stærstu styrktaraðilana. Aðalstyrktaraðilar mótsins eru ESSO og Útilíf þeir sömu og á Unglingameistaramóti Íslands sem einnig var haldið á þessum stöðum á síðasta ári. Það að okkur tókst að gera samninga við þessa styrktaraðila fyrir bæði mótin sparar okkur mikinn tíma og fyrirhöfn því eins og allir vita sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar verður alltaf erfiðara og erfiðara að fá aðila til að styrkja eins stórt verkefni og Skíðamót Íslands er. ESSO og Útilíf koma myndarlega að mótinu og kunnum við vel að meta það. Fjölmargir aðrir styrktaraðilar koma að mótinu og þar ber helst að nefna Tóbaksvarnarnefnd sem leggur okkur lið eins og á Unglingameistaramótinu. Við höfum í framhaldi af samstarfinu ákveðið að Skíðamót Íslands verði tóbakslaust og erum því fyrstu félögin sem halda Íslandsmót þar sem tóbaksnotkun er bönnuð. Við vonum að allir sem koma á mótið virði þessa ákvörðun og sýni um leið samstöðu með okkur, að sleppa tóbakinu! Mótsstjórnin hefur starfað síðan í september 2000 og fundað einu sinni í mánuði utan sumarsins og undirbúið mótin en nefndina skipa eftirtaldir og hafa þeir fengið eftirfarandi verkefni.
Óskar Óskarsson mótsstjóri og starfandi framkvæmdastjóri í mars.
Haraldur Gunnlaugsson leikstjóri alpagreina.
Sigríður Gunnarsdóttir yfirhliðvörður.
Björn Þór Ólafsson leikstjóri norrænna greina.
Jón Konnráðsson norrænar greinar.
Þorsteinn Skaftason yfir tímatöku.
Daníel Hilmarsson brautarstjórn.
Brynjólfur Sveinsson brautarstjórn.
Jóhann Bjarnason brautarstjórn.
Guðbjörn Gíslason tímavörður og tölvuvinnsla.
Kristinn Hauksson fulltrúi Skíðasambands Íslands.
Einnig starfa alpa og norrænagreinanefndir félagana náið með mótsstjórn og fleiri. Fulltrúi SKÍ er tengiliður við stjórn SKÍ sem er að okkar mati mjög nauðsynlegt því þessir aðilar verða að starfa náið saman ef vel á að takast til. Heimasíða mótsins fer í loftið um mánaðamótin, janúar-febrúar, þar verða allar upplýsingar settar jafnóðum inn og verður hún síðan uppfærð mótsdagana um leið og hlutirnir gerast en það mæltist frábærlega á Unglingameistaramótinu 2001.en um 8000 heimsóknir komu á síðuna mótsdagana.