13.04.2007
Eins og fram kemur í fyrr frétt á síðunni þá sigraði Björgvin Björgvinsson glæsilega í stórsvigi á Skíðamóti Íslands í morgun. Kristinn Ingi Valsson varð í 5. sæti og Þorsteinn Helgi Valsson í 33. sæti.
Af stúlkunum varð Anna Margrét Bjarnadóttir í 16. sæti og Sóley Inga Guðbjörnsdóttir í 17. sæti. Þær eru 7. og 8. af þeim stúlkum sem þær keppa við í 15 - 16 ára flokki þannig að þær geta ágætlega við unað. Þorbjörgu Viðarsdóttur hlekktist á í seinni ferð og hætti keppni.
Annað stórsvigsmót hefst klukkan 14:00, það er Fis-mót eins og hið fyrra en gefur einnig bikarstig.
BG