Skíðamót Íslands - svig laugardag

Eins og áður hefur komið fram þá varð Björgvin Björgvinsson íslandsmeistari í svigi á Skíðamóti Íslands þegar keppni í alpagreinum lauk á laugardaginn. Kristinn Ingi Valsson lauk ekki keppni og Þorsteinn Helgi Valsson varð þrítugasti. Aðstæður til keppni voru erfiðar, mikið rok og lyftur lokaðar mestan hluta tímans þannig að keppendur voru fluttir í start á troðara! Stúlkurnar hófu loks keppni í svigi undir kvöld eftir að hafa beðið í um sex tíma. Sóley Guðbjörnsdóttir varð ellefta, Anna Margrét Bjarnadóttir varð fjórtánda en Þorbjörg Viðarsdóttir varð í 21. sæti. Sóley og Anna voru í þriðja og fimmta sæti af þeim stúlkum sem þær keppa við í 15 - 16 ára flokki en Þorbjörg í 11. sæti. Sjá öll úrslit á Skíðamóti Íslands [link="http://www.skidi.is/index.php?option=com_content&task=blogcategory&id=61&Itemid=128"]hér[/link] BG