29.03.2010
Skíðamóti Íslands 2010 lauk í dag með verðlaunaafhendingu í menningarhúsinu Bergi fyrir keppni dagsins í alpagreinum. Fyrr í dag kláraðist gangan með boðgöngu. Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi sett strik í reikninginn þá tókst okkur að klára allt nema samhliðasvigið sem átti að vera á dagskrá í dag. Skíðafélögin á Ólafsfirði og Dalvík þakka keppendum og gestum við fyrir gott mót svo og öllum þeim sem að mótahaldinu komu sem voru um 80 manns.
Úrslitin á mótinu er hægt að sjá á heimasíðu mótsins.