20.12.2007
Björgvin Björgvinsson Dalvík skíðamaður ársins 2007. Björgvin Björgvinsson hefur verið okkar langfremsti skíðamaður undafarin ár. Á árinu 2007 hefur Björgvin staðið sig mjög vel í hörðum heimi skíðaíþróttarinnar. Hann vann Eyja-álfubikarinn, mótaröð sem fram fór í Ástralíu og Nýja Sjálandi með yfirburðum. Hann vann keppnina samanlagt og einnig svig og stórsvigsbikarinn.
Þetta tryggir honum öruggt sæti í Evrópubikarnum í vetur. Síðastliðið ár hefur Björgvin verið þrettán sinnum á verðlaunapalli á alþjóðlegum mótum erlendis. Björgvin varð í sjöunda sæti á fyrsta móti evrópubikarsins á þessu tímabili.Björgvin varð þrefaldur Íslandsmeistari í vor . Hann vann svig , stórsvig og alpatvíkeppni.
Dagný Linda Kristjánsdóttir Akureyri skíðakona ársins 2007. Dagný hefur verið okkar fremsta skíðakona undanfarin ár . Stærsta verkefni hennar á árinu 2007 var Heimsmeistamótið sem fram fór í ARE í Svíþjóð, þar stóð hún sig með miklum ágætum í þeirri hörðu keppni. Dagný náði í 26 sæti í bruni og risasvigi, hún náði tvisvar í topp 20 í Evrópubikar, einu sinni í svigi og einu sinni í bruni. Dagný tók þátt í 18 heimsbikarmótum á s.l. ári í Bruni, Risasvigi og Tvíkeppni. Hún náði einnig frábærum árangri á sænska meistaramótinu þar sem hún varð í þriðja sæti í bruni og fimmta sæti í tvíkeppni. Dagný Linda endaði veturinn með glæsibrag og vann þrefallt á Íslandsmeistarmótinu í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. Dagný var valin Íþróttamaður Akureyrar 2006.