25.01.2003
Skíðaskálinn Brekkusel stendur neðst á svæðinu. Þar geta þeir sem vilja hvílt lúin bein, tyllt sér niður eða borðað nesti sitt í salnum eða nýtt sér þær veitingar sem boðið er uppá svo sem samlokur, gos, sælgæti og fleira.
Í Brekkuseli er boðið upp á gistingu í svefnpokum fyrir allt að 40 manns en einnig er hægt að fá uppábúin rúm í tveimur herbergjum, tveggja og þriggja manna en með því fækkar svefnpokaplássum í 30.
Rúmgóður salur með sæti fyrir um 60 manns er á neðri hæð hússins en þar er borinn fram morgun- og kvöldmatur fyrir þá sem hjá okkur gista og óska eftir því. Einnig geta þeir sem í skálanum gista séð sér fyrir mat sjálfir og fá þá aðgang að rúmgóðu eldhúsi hússins sem er með öllum búnaði til eldamennsku. Allur borðbúnaður er á staðnum. Brekkusel hefur einnig verið mjög vinsælt fyrir hvers kyns veislur og fundarhöld.
Í húsinu er sjónvarp, vídeó og gervihnattarmóttakari.
Frá Brekkuseli er aðeins 15 mínútna gangur í alla þjónustu á Dalvík.
Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á staðnum á opnunartíma í símum 466 1010 og 466 1005. Einnig gefa umsjónarmaður svæðisins í síma 898 3347 og formaður félagsins í síma 898 3589 nánari upplýsingar.