Skíðasvæðið á Dalvík

Í dag er opnunardagur 60 hér á skíðasvæðinu á Dalvík. Fyrir um hálfum mánuði var staðan þannig að hér var 90% af öllum snjó framleiddur. Þá snjóaði töluvert hér og aðstæður voru mjög góðar í viku þar til hlánaði hressilega og nú er staðan þannig að við eru nær eingöngu með framleiddan sjó í brekkunum.