Skíðasvæðið á laugardag.

Laugardagurinn 11. apríl. Opnunartími: 10:00-17:00 Lopapeysudagur í Böggvistaðafjalli. Allir sem mæta í lopapeysu fá óvæntan glaðning. Heiðrum íslensku sauðkindina og fyllum fjallið af mislitum lopapeysum. Hinir Svarfdælsku Bakkabræður mæta á svæðið og að sjálfsögðu í lopapeysum. 13:00-16:00: Opið fyrir Stigasleða norðan við neðri lyftuna. Útbúinn verður sleðabraut þar sem skíðaumferð verður óheimil. Stigasleðar verða leyfðir í neðri lyftunni og allir sem mæta með sleða verða að vera með hjálm.