Skíðasvæðið á skírdag.

Það er sól og blíðu veður og það frysti í nótt þannig að skíðafæri er magnað. Það verður opið frá kl. 10:00-17:00. Minnum á vefmyndavélarnar hér til hægri á síðunni, sjón er sögu ríkari. Kl, 14.00: Sr. Magnús G. Gunnarsson flytur stutta hugvekju - Slökkt verður á lyftunum á meðan á hugvekjunni stendur. Nýjung hjá okkur í kvöld. Fullorðinsopnun Opið frá kl. 19:00-22:00 fyrir 20 ára og eldri. Afterski stemning og veitingasala í Brekkuseli frá kl. 22:00 til 24:00. ATH kvöldopnun kostar 600 kr. Velkomin í Böggvisstaðafjall.