Skíðasvæðið að verða klárt fyrir helgina.

Starfsmenn skíðasvæðisins hafa undanfarið unnið dag og nótt við snjóframleiðslu á svæðinu. Mikið hefur verið framleitt af snjó frá því á fimmtudaginn í síðustu viku og nú er allt að verða klárt fyrir mótið um helgina. Þá hafa sjálfboðaliðar lagt okkur lið því mikil vinna fer í það að færa byssurnar til þess að fá snjó á sem flesta staði. Allir þessir aðilar hafa unnið gott verk og þökkum við fyrir það.