Skíðasvæðið í Böggvisstaðarfjalli opnað í vikunni.

Hafin er undirbúningur á opnun Skíðasvæðisins í Böggvisstaðafjalli og er stefnt að því að opna hluta svæðisins næstkomandi fimmtudag. Það verður að teljast nokkuð óvenjulegt að nægur snjór sé komin svo snemma til að opna en það gerðist síðast árið 1998 en þá opnuðum við 25. oktober. Áætlað er og ef aðstæður leyfa verður skíðasvæðið opið 2-3 daga í viku og um helgar fyrst um sinn en nánar verður sagt frá því hér á fréttasíðunni næstu daga.