01.12.2011
Á morgun föstudaginn 2. desember verður Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli opnað í fyrsta skiptið í vetur og verður opið frá kl. 15:00 til 18:00.
Frítt verður á svæðið á morgun. Fyrst um sinn verður neðri lyftan opin en það á alveg eftir að vinna efra svæðið. Töluverðan snjó setti í fjallið í vikunni en snjóframleiðslan gerir gæfu muninn og áætlum við að 80% af þeim snjó sem er í brekkunni sé framleiddur. Þetta segir okkur enn og aftur að illa gengi að halda svæðinu opnu án snjóframleiðsluvéla.
Á laugardag og sunnudag verður svæðið opið frá 12:00 til 16:00 og þá verður miðasölukerfið, þar með talið hliðið komið í notkun. Nánari upplýsingar um opnum og æfingar verða settar inn á næstu dögum.
Minnum á skiptimarkað fyrir skíðabúnað á laugardaginn frá kl. 13:00 til 16:00. Á sama tíma ætlar Skíðafélagið að bjóða upp á auka skráningadag fyrir æfingar og vetrarkort á sama hagstæða verðinu og sett var upp hér um daginn. Þá er einnig hægt að koma og fylla á þau vetrarkort sem þegar hefur verið greitt fyrir.
Nú er æfingataflan komin inn undir æfingar og mót.