Skíðasvæðið opnað næstu daga.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að veturinn er kominn á fullum krafti. Síðustu vikur hefur undirbúningur fyrir skíðavertíðina verið á fullu og nú er allt að vera klárt í Böggvisstaðafjalli. Það hefur snjóað töluvert síðustu daga og segir Jón Halldórsson starfsmaður skíðasvæðisins að mjög lítið vanti af snjó til hægt sé að opna og þá eins og oft áður á þessum árstíma með lágmarksaðstæður. Fréttir af opnum munu verða birtar hér á síðunni á morgun eða föstudag. Morgundagurinn fer í að gera við troðarann en hann bilaði lítils háttar í dag og mun það ráðast af því hvernig viðgerð gengur hvenær við opnum.