Skíðasvæðið um hátíðarnar.

Hvernig væri að skella sé á skíði til Dalvíkur um hátíðarnar og hafa það gott í skíðaskálanum Brekkuseli? Brekkusel stendur þeim til boða sem vilja leigja skálann og koma og skemmta sér á skíðum eða æfa af krafti og munum við koma til móts við æfingahópa eins og kostur er með opnunartíma. Skálinn rúmar allt að 40 manns og í honum er allt til alls sem þarf til þess að elda steikur, það sem ekki er til útvegum við. Áhugasömum er bent á að hafa samband við starfsmenn Skíðasvæðisins í síma 4661010-8983347 eða á tölvupósti skidalvik@skidalvik.is. Fyrstur kemur fyrstur fær! Skíðafélag Dalvíkur