Skíðasvæðið um páskana

Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi verið okkur í óhag síðustu daga og töluvert tekið upp af snjó verður skíðasvæðið á Dalvík opið alla páskana ef veður leyfir. Nægur snjór er á efra svæðinu og aðstæður góðar en neðst á svæðinu þarf að færa til snjó til þess að laga aðstæður. Nánari upplýsingar hér á síðunni síðar í dag.