Skíðasvæðin fengu viðurkenningu ferðaþjónustufólks

Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og í Böggvisstaðafjalli á Dalvík fengu viðurkenningu fyrir áhugaverða nýjung í ferðaþjónustu á Uppskeruhátið Ferðaþjónustunnar sem haldin var í Austur Húnavatnssýslu í gær. Er þar vísað til uppsetningar á snjóframleiðslukerfum sl.vetur sem bætt hafa til muna aðstöðu til skíðaiðkunar á þessum svæðum og skotið með því traustari stoðum undir vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi öllu. Hallbirni Hjartarsyni staðarhaldara í Kántrýbæ og Báru Guðmundsdóttur eiganda Staðarskála var einnig veitt viðurkenning fyrir vel unnin störf í ferðaþjónustu á uppskeruhátíðinni.\