30.11.2008
Allt stefnir í að skíðasvæðið hér á Dalvík verði klárt til þess að opna mánudaginn 1. desember. Síðustu dagar hafa verið stormasamir hér og snjórinn tollað illa í brekkunum þrátt fyrir nokkra úrkomu. Í gær og dag hefur verið hægari vindur og nokkur úrkoma og nokkuð af snjó sett í fjallið. Snjóframleiðsla er í gangi og allt útlit fyrir að aðstæður til þess að framleiða snjó verði hér fram í miðja næstu viku og því ættu aðstæður að batna með hverjum deginum. Stefnt er að því að æfingar hefjist að nýju þriðjudaginn 2. desember samkvæmt æfingatöfu, nánar um það hér á síðunni á mánudaginn. Þjálfarar munu einnig setja upplýsingar undir æfingar og mót.