30.11.2008
Á morgun mánudaginn 1. desember verður skíðasvæðið opið frá kl. 15:30 til 19:30. Athugið að miðasölukerfið,þar með talið hliðið, er komið í notkun og þurfa því allir að vera búnir að ganga frá lyftugjöldum til þess að komast á skíði. Þriðjudaginn 2. desember hefjast æfingar samkvæmt æfingatöflu og verða nánari upplýsingar um það annað kvöld undir linknum æfingar og mót. Æfingataflan hefur verið borin í hús og verður hún einnig aðgengileg hér á síðunni næstu daga.
Upplýsinga sími fyrir æfingar er 8781506.
Þjálfarar í vetur eru:
Björgvin Hjörleifsson. Sími 8971224
Kristinn Ingi Valsson. Sími 8479039
Harpa Rut Heimisdóttir. Sími 8663464
Frá 2. desember verður svæðið opið eins og hér segir.
Mánudaga til fimmtudaga.14:30 til 19:30
Föstudaga.16:30 til 19:00
Laugardaga og sunnudaga. 12:00 til 16:00
Eftir 1. febrúar 10:00 til 17:00