16.01.2006
Eins og áður hefur komið fram þá ætlar Skíðafélag Dalvíkur og Dvöl í Dal að bjóða í samstarfi upp á nokkra valkosti fyrir skíðafólk sem vill koma til okkar til æfinga eða skemmtunnar allt upp í viku í senn . Um er að ræða þrjá aðal valkosti en þó er hægt að sníða dvalartímann að þörfum hvers og eins.
Dagana 27. janúar til 3. febrúar næstkomandi verður sérstök skíðavika í boði. Þátttakendur stunda skíðaæfingar hluta úr degi með sér þjálfara en æfingar með Skíðafélagi Dalvíkur seinnipartinn og á kvöldin.
Þau þurfa að hafa með sér námsáætlun frá sínum heimaskóla og fá sérstaka aðstoð frá menntuðum kennara við heimanámið tvo tíma á dag 4x yfir vikuna.
Tilvalin vika fyrir krakka sem vilja komast í nýtt umhverfi, stunda skíðaíþróttina af krafti og fara í æfingaferð innanlands á eigin vegum og stunda útvist.
Þessi pakki kostar 27.000 krónur. Innifalið er fullt fæði og gisting á heimili, aðstoð frá kennara, lyftu og æfingagjöld, og ein óvænt uppákoma. Hæfilega vasapeninga verða þau sjálf að taka með sér.
Allar upplýsingar um Skíðafélag Dalvíkur er að finna á skidalvik.is. Þá gefur Óskar Óskarsson upplýsingar um þann hluta sm snýr að skíðaþjálfuninni í síma 8983589
e-mail skario@simnet.is
Verkefnisstjóri fyrir hönd félagsins dvöl í Dalvíkurbyggð er Kolbrún Reynisdóttir. Hún gefur allar upplýsingar og tekur við bókunum sem þurfa að berast fyrir 20 janúar nk.
Hægt er að ná í Kolbrúnu í símum 5554212- 8622109 eða í gegnum tölvupóst á póstfangið dvolidal@dvolidal.com
Heimasíða félagsins er: dvolidal.com