26.01.2006
Næstkomandi föstudag hefst fyrsta skíðavikan sem Skíðafélag Dalvíkur og félagið Dvöl í dal standa fyrir en þá koma hingað krakkar frá Eskifirði og Seyðisfirði. Krakkarnir koma til með að æfa 2 sinnum á dag hjá þjálfara félagsins honum Krister Kjölmoen og mun Harpa Rut Heimisdóttir verða honum til aðstoðar. Fyrri æfingin er fyrir hádegi en sú seinni er á hefðbundnum æfingar tíma hjá Skíðafélaginu. Búið er að koma krökkunum fyrir hjá vistfjölskyldum í Dalvíkurbyggð sem eru heimili sem hafa til þess formleg leyfi. Dagskráin fyrir skíðavikuna verður birt hér á síðunni á næstu dögum en þar eru margir spennandi hlutir, meðal annars óvænt skíðaferð sem farið verður í einhvern daginn og heimsókn í fyrirtæki á Dalvík.