Skíðavíkurbyggð - Nýr íbúi ?

Bréf frá fréttaritara Skíðavíkurbyggðar. Skíðafélag Dalvíkur er stórhuga fyrir páskana og stefnir á að draga fjölda gesta í bæinn og alla heimamenn á skíðasvæðið þar sem verður margt um að vera. Í ár verður vel hugsað um þá fjölskyldumeðlimi sem fara ekki á skíði og eins og alltaf verður skíða og brettafólk í fyrirrúmi. Skíðafélagið hefur fengið Júlíus Júlíusson til liðs við sig til sjá um páskamarkaðssetninguna, einnig koma góðir aðilar úr ferða og þjónustugeiranum ásamt Dalvíkurbyggð að verkefninu. Það verður mikið um að vera sem verður auglýst nánar fljótlega. En til að byrja með viljum við koma eftirfarandi á framfæri til allra í Dalvíkurbyggð. Eins og við vitum þá getum við gert stóra og góða hluti ef við stöndum saman, og það er það sem við ætlum að gera núna. Við ætlum að byggja stærsta snjóhúsaþorp á landinu og slá met í leiðinni. Nú óskum við eftir að allir ungir sem aldnir taki þátt í þessu verkefni og eigi hlut í íslandsmeti, við ætlum skipta þessu milli gatna í Dalvíkurbyggð, stundum tvær til þrjár saman, austurkjálkinn og Skíðadalur, vesturkjálkinn í Svarfaðardal, Litli Árskógssandur og sveitin og Hauganes, allt verður þetta vel skipulagt, húsin verða svo skírð eftir götum og byggðum. Í næstu viku birtum við nákvæmari lista og upplýsingar vegna snjóhúsagerðarinnar. Þetta verður skemmtilegt verkefni sem vinir og fjölskylda vinna saman, tímasetningar verða nánar auglýstar síðar , en herlegheitin þurfa að vera til fyrir Skírdag og er helgin fyrir páska líklegust. Þetta litla þorp hefur fengið nafnið. Skíðavíkurbyggð Böggvisstaðafjalli 620 Dalvíkurbyggð. Nú hefur landsfrægur maður flutt lögheimili sitt í Skíðavíkurbyggð...við höldum því leyndu um sinn hver það er...en fylgjumst vel með í fjölmiðlum að nokkrum dögum liðnum. Það verður fjör í Skíðavíkurbyggð alla páskadagana og erum við alls ekki tilbúin að segja frá því öllu...en segjum smá...svona ef þið látið það ekki fara lengra.....Alla dagana verða kynningar í snjóhúsunum m.a kompudagur og matardagur, hver sem er getur fengið snjóhús að kostnaðarlausu og komið og selt eða kynnt. Við fáum íslistamann sem mun sýna listir sínar og að öllum líkindum taka sæti í dómnefnd í snjólistaverkakeppni, landsfræg hljómsveit spilar , snjótroðaraferðir fyrir fótgangandi og miklu meira fylgist með.... Allar nánari upplýsingar veitir Júlíus í síma 8979748.