27.01.2015
Framundan er heimsmeistaramótið í alpagreinum sem fram fer í Vail / Beaver Creek í Bandaríkjunum í byrjun febrúar. Að því tilefni ætla SkjárHeimur og Skíðasamband Íslands að bjóða þér kynningaráskrift að Sportpakka SkjásHeims þar sem þú getur séð alla keppnina í beinni útsendingu á Eurosport og Eurosport 2.
Skáningin er frí og fylgir henni engin binding. Þar sem kynningu er að ræða þarf ekki að segja upp áskriftinni.
Með því að skrá þig getur þú notið Sportpakka okkar – Skjásport til 15.febrúar. Innifalið í pakkanum eru eftirtaldar stöðvar: Eurosport 1, Eurosport 2, Motors TV, Edge, Extreme Sports Channel, Sky News og Ginx.
Það eru sex Íslendingar sem taka þátt í mótinu, þeir sem keppa fyrir Íslands hönd eru; Einar Kristinn Kristgeirsson, Magnús Finnsson, Helga María Vilhjálmsdóttir, Freydís Halla Einarsdóttir, Erla Ásgeirsdóttir og María Guðmundsdóttir.
Linkur til að ganga frá skráningu: https://www.skjarinn.is/kynning/alpineskiing2015