15.11.2011
Tekið verður á móti greiðslu æfingagjalda og vetrarkorta í Brekkuseli föstudaginn 18. nóvember frá kl. 16:00 til 19:00, laugardaginn 19. nóvember frá kl. 12:00 til 16:00 og sunnudaginn 20. Nóvember fra kl. 11:00-13:00 . Athugið að ef æfingagjöld eru greidd á skráningardögum er gjaldið lægra og þá er einnig búið að reikna afsláttinn frá Samherja fyrir 2011 inn í gjaldið. Eftir það þarf að greiða grunnverð og frá því dregst Samherjaafslátturinn.
Þökkum Samherja fyrir frábæran stuðning við barna og unglingastarf Skíðafélags Dalvíkur.
Miðvikudaginn 16 og fimmtudaginn 17. nóvember verða upplýsingablöð borin í hús í Dalvíkurbyggð.
Æfingataflan verður sett á skidalvik.is innan fárra daga undir æfingar og mót.
Þjálfarar félagsins í vetur eru þau Björgvin Hjörleifsson, Harpa Rut Heimisdóttir, Kári Ellertsson, Sveinn Torfason.
Nýjung í vetur.
Foreldrar æfingarbarna geta nú keypt 2 vetrarkort á verði eins en aðeins á auglýstum skráningardögum. Eftir það gildir almenn verðskrá á vetrarkortum.
Skíðafélag Dalvíkur