Skráningar á Skíðamót Íslands á Dalvík og á Ólafsfirði..

S.l. föstudag, 22. mars rann skráningarfrestur á Skíðamót Íslands út. 128 skráningar hafa borist, 88 í alpagreinar og 40 í norrænargreinar. Mótshaldarar lögðu áherslu á að skráningum lyki fyrir útgáfu mótsskrár en í skránni eru nöfn allra keppenda birt.