Skráningu á Andres lokið.

Skráningu á Andrésar Andarleikanna sem fara fram í Hlíðarfjalli dagana 24.-26. apríl nk. er lokið. Keppt verður í aldursflokkum barna 7 - 14 ára og hafa 87 börn úr Skíðafélagi Dalvíkur ákveðið að taka þátt í leikunum. Þessi fjöldi þátttakenda frá Skíðafélagi Dalvíkur er líklega sá mesti frá upphafi en Brynjólfur Sveinsson sem var lengi yfirfararstjóri Skíðafélags Dalvíkur á leikunum ætlar að kanna þessi mál nánar, meira um það hér á síðunni síðar.