Slæmt veður síðustu daga .

Síðustu daga hefur verið heldur slæmt veður á Dalvík og því illa gengið að hafa skíðasvæðið opið. Í gær var veðrið mjög vont og því allt lokað í Böggvisstaðafjalli. Það var hins vegar jákvætt að fá norðan stórhríð því það bætti verulega snjó í fjallið og allar brekkur orðnar færar. Í gær morgun var 20-30 cm jafnfallin snjór og úr varð blind stórhríð þegar hvesti. Það hefur vantað snjó í Stallabrekkuna þar sem stórsig og risasvig fara fram á Skíðamóti Íslands 4 - 7 apríl en nú er brekkan klár og vonumst við til að halda þessum góða snjó fram yfir landsmót.