Snjóbrettadeild Skíðafélags Dalvíkur endurvakin.

Árið 2004 var Snjóbrettadeild stofnuð og var hugmyndin með því að koma saman félagsskap sem myndi vinna að málefnum krakka sem stunduðu snjóbretti í Dalvíkurbyggð. Í vetur er hugmyndin að koma deildinni í gang aftur en til þess að það verði að veruleika þá þarf gott fólk sem er tilbúið að leggja málefninu lið og vinna í því að fólk sem stundar snjóbretti í Dalvíkurbyggð fái að njóta sín og setja saman verkefni sem bæði börn og fullorðnir geta tekið þátt í. Málefni sem deildin þarf að vinna að er t.d. bætt aðstaða á skíðasvæðinu, námskeið eða skipulagðar æfingar eftir því hvað hentar hverju sinni, verkefni fyrir iðkendur yfir vertíðina og skemmtilegar uppákomur. Nú er farið að keppa á brettum á Andrésar andarleikunum í flokkum 6 - 15 ára og gaman væri að koma þeim krökkum sem áhuga hafa þangað inn . Setja þarf saman nefnd sem samanstendur að 3 - 5 fulltrúum. Þeir sem hafa áhuga á að koma þessu af stað á ný og gera veturna skemmtilegri fyrir brettafólk í Dalvíkurbyggð geta sent e-mail á brettidalvik@gmail.com eða sett sig í samband við Snæþór Arnþórsson í síma 6593709.