Snjóbyssurnar komnar til Dalvíkur.

Þá er snjóbyssurnar komnar til Dalvíkur en það er nokkuð seinna en áætlað var í fyrstu. Það er ljóst að byssurnar eru öflugar og eiga án efa eftir að breyta miklu á skíðasvæðinu. Á sunnudag kemur maður frá Lenko og verður hér í nokkra daga og kemur búnaðinum af stað með okkur. Allur annar búnaður var tilbúinn um miðja nóvember og því ekkert að vanbúnaði að prufa kerfið. Síðustu daga hafa verið frábærar aðstæur hér til snjóframleiðslu og vonum við að framhald verði á því þannig að við getum framleitt snjó í brekkurnar. Nýjar myndir á myndasíðunni