23.09.2007
Síðustu vikur hefur verið unnið í því að fá nokkur fyrirtæki og einstaklinga til þess að fjármagna snjóframleiðslu á skíðasvæðinu á Dalvík í haust og vetur. Þetta verkefni miðast við að hægt verði að hefja snjóframleiðslu um leið og aðstæður myndast. Viðbrögð hafa verið frábær og þegar er búið að tryggja aðkomu 7 aðila að snjóframleiðslunni en fleiri hafa sýnt því áhuga að koma að verkefninu. Þegar er ákveðið að svæðið opni af krafti ekki síðar en 1. Desember en það getur breyst með aðkomu þessara aðila en greint verður frá því á næstu dögum hverjir þetta eru. Eins og áður hefur komið fram hefur stjórn Skíðafélags Dalvíkur ákveðið að breyta rekstrartíma skíðasvæðisins á Dalvík. Í stað þess að leggja upp með rekstrartíma frá 1. janúar til 31. apríl þá verður rekstrartíminn frá 1. desember til 31. mars, eða fjórir mánuðir eins og tíðkast hefur.