11.01.2015
Í gær hóst snjóframleiðsla á Skíðasvæðinu hér á Dalvík í fyrsta skiptið á þessum vetri. Framleitt verður á meðan aðstæður verða góðar sem allt stenir í að verði fram á mánudag. Eins og undanfarin ár þá höfum við fengið til liðs við okkur fyrirtæki sem greiða framleiðsluna að fullu sem er okkur mikils viðri. Þessi fyrirtæki eru.Samerji,KEA, Samhentir kassagerð, Norfish,Emskip, Katla,Sportferðir,Samskip, Slippurinn Akureyri. Skíðafélag Dalvíkur þakkar þessum aðilum fyrir rausnarleg framlög. Án þessara styrkja er ljóst að mun minni eða jafnvel engin snjóframleiðsla væri á svæðinu þar sem peningar eru ekki til í sjóðum félagsins í framleiðsuna. Til gamans má geta þess að hver sólarhringur kostar um
100.000 í framleiðslunni. Þess má síðan geta að 4-6 sjálfboðaliðar úr félaginu koma að framleiðslunni þegar hún er í gangi. Fyrr í kvöld óskuðum við eftir fólki á vaktir og geta þeir sem hafa áhuga haft samband við Snæþór í síma 659-3709.