Snjóframleiðsla fram að næstu helgi!

Nú er frostið að aukast og komin tími til þess að setja snjókerfið í gang eftir 17 daga pásu vegna veðurs. Ef aðstæður verða fyrir hendi verður framleiddur snjór alla vega fram á fimmtudag. Þá þarf að hefja lokaundirbúning á brekkunum fyrir bikarmót sem er áætlað að verði hér á Dalvík um næstu helgi.