Snjóframleiðsla hafin.

Í morgun var snjókerfið gangsett í fyrsta skiptið á Skíðasvæðinu á Dalvík á þessum vetri. Ágætar aðstæður til snjóframleiðslu og allt útlit fyrir að þannig verði það næstu daga. Í vetur borga 19 fyrirtæki alla snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Nánar verður sagt frá því síðar.