Snjóframleiðsla hafin.

Í kvöld hófst snjóframleiðsla á Skíðasvæðinu á Dalvík og er það í fyrsta skiptið á þessum vetri. Í vetur eins og síðustu ár höfum við fengið til liðs við okkur fjölmörg fyrirtæki sem borga alla snjóframleiðslu á skíðasvæðinu í vetur. Þau fyrirtæki sem þegar hafa ákveðið að styrkja verkefnið eru: Samkaup, Samhentir kassagerð, Norfish, Fosshótel, VIS, Promens, Katla, Húsasmiðjan, Sportferðir, Tréverk, Samskip, Slippurinn Akureyri, N4, Norðurströnd og einn ónafngreindur aðili. Skíðafélag Dalvíkur þakkar þessum aðilum fyrir rausnarleg framlög.