Snjóframleiðsla hafin.

Í gær hófst snjóframleiðsla á Skíðasvæðinu á Dalvík og er það í fyrsta skiptið á þessum vetri. Allt sefnir í að hægt verði að framleiða snjó næstu daga því spáð er frosti fram yfir helgi. Í vetur eins og síðustu ár höfum við fengið til liðs við okkur fyrirtæki sem styrkja framleiðsluna á skíðasvæðinu í vetur. Nánar um styrktaraðilana síðar.