Snjóframleiðsla hafin á ný.

Í dag hófst snjóframleiðsla á skíðasvæðinu hér á Dalvík á ný eftir þriggja vikna ótíð. Ágætar aðstæður eru til framleiðslu og er stefnt að því að framleiða fram að miðnætti annað kvöld en þá verður stoppað fram yfir jól. Þó svo að úrkoma hafi ekki verið mikil síðustu daga hafa snjógirðingarnar verið að safna ágætlega í sig, þó sérstaklega nýja girðingin við efri enda efri lyftunnar. Stefnt er að opnun sem allra fyrst en nánar verður sagt frá því hér á síðunni næstu daga