22.10.2008
Í kvöld hófst snjóframleiðsla á skíðasvæðinu á Dalvík og eru aðstæður til framleiðslu góðar, sjá vefmyndavél. Ágætur orginal snjór er komin á svæðið og var neðri lyftan gangsett til prufu og það nýttu þeir allra hörðustu sér og fóru nokkrar ferðir þannig að segja má að skíðavertíðin sé um það bil að hefjast, alla vega eru þeir fyrstu búnir að renna sér í skíðabrekkunum á Dalvík þennan veturinn.
Eins og á síðasta ári hefur náðst samkomulag við nokkra aðila um að þeir kosti snjóframleiðslu á skíðasvæðinu á Dalvík nú í haust og vetur. Þessir aðilar eru VIS, Katla, Tréverk, Samkaup, Ásprent og einn ónafngreindur aðili. Unnið er að því að fá fleiri aðila að verkefninu og vonir standa til að það takist á allra næstu dögum, sagt verður frá því hér á síðunni.